LÖg skÍÐasambands Íslands

KEPPNISREGLUR FYRIR SKÍÐAGÖNGU
EFNISYFIRLIT
338 Þjálfun í brautum og lokun brauta 341 Starfsmenn og aðrir meðan á keppni stendur 372 Tæknilegur útbúnaður og undirbúningur 373 Mótaskrá-undirbúningur brauta-flokkaskipting 374 Skiptisvæðið 300 Skíðagöngukeppnir
Skipulag
301 Mótsstjórn (organisesjons).
301.1. Fyrir stærri keppnir skal mótshaldari skipa mótstjórn og leikstjórn, sjá
sameiginlegar
reglur pkt.206.
302 Leikstjórn og starfsmenn
302.1 Skipun / tilnefning leikstjórnar.
302.1.1.
Leikstjórn er skipuð af mótshaldara og ber ábyrgð á og svarar fyrir tæknilegri hlið keppninnar þ.m.t. brautina. Meðlimir leikstjórnar skulu vera
sérstaklega hæfir hver á sínu sérstaka starfssviði. Hver starfsmaður skal aðeins hafa
eitt málefni á sinni hendi og hafa nægilegan tíma til að sinna starfi sínu.
302.2 Meðlimir leikstjórnar
302.2.1
-Göngustjóri sem leiðir starfið
-Ritari
-Brautarstjóri
-Yfirtímavörður
-Markstjóri
-Öryggisstjóri (aðeins við stærri keppnir)
Leikstjórn tilnefnir aðra starfsmenn eftir þörfum.
302.3 Skyldur leikstjórnar og annarra starfsmanna
302.3.1
-er formaður leikstjórnar
-stjórnar undirbúningi og framkvæmd keppninnar
-er í forsvari fyrir allar tæknilegar hliðar keppninnar
-skal fullvissa sig um að allir starfsmenn sem standa að skipulagningu keppninnar sjái
til þess að keppnin fari fram samkvæmt öllum reglum.
-stjórnar og hefur eftirlit með vinnu allra starfsmanna keppninnar að frátöldum
eftirlitsmanni og dómnefndarmönnum.
-stjórnar farastjórafundum, er meðlimur í dómnefnd og samstarfsaðili leikstjórnar með
eftirlitsmanni
302.3.2
-gefur göngustjóra upplýsingar
-ber ábyrgð á allri pappírsvinnu sem tengist mótshaldinu.
-yfirfer öll eyðublöð fyrir start, tímatöku, útdrátt og eftirlit.
-skipuleggur farastjórafundi.
-sér um frágang startlista, dreifingu/útsendingu fundagerða frá farastjórafundum og
dómnefndafundum.
-leitar eftir því að hraða sem mest birtingu óopinberra úrslita ásamt því að hraða
dreifingu opinberra úrslita þ.m.t. hugsanlegum úrdæmingum keppenda.
-skal samstundis og milliliðalaust afhenda dómnefnd kærur.
-ber ábyrgð á réttum frágangi á úrslitum
-leitar eftir því, að á meðan á keppni stendur, séu úrslit úr keppni í þeim flokkum sem
lokið er hengd upp á úrslitatöflu og þeim einnig komið til kynnis.
302.3.3
-gefur göngustjóra upplýsingar -er í samstarfi við eftirlitsmann, göngustjóra ber ábyrgð á því að velja brautina þannig að hún fylgi stöðlum SKÍ. -skal sjá um að láta fara fram nauðsynlegar mælingar ásamt því að láta útbúa brautarkort og langsnið. -ber ábyrgð á því að: braut ásamt mark-startsvæði og skíðaprufusvæði sé tímalega troðin og sporuð, merkja
og að girða brautina, hitastigsmælingu, uppsetningu skyndihjálparstöðvar,
drykkjarstöðvar og aðstöðu fyrir millitíma, í samræmi við reglur.
-ákveður staðsetningu brautarvarða í samráði við eftirlitsmann, göngustjóra og
yfirbrautarvörð.
-notar troðslu og sporunarflokka og undanfara til að fullvissa sig um að brautin sé í
sem bestu ástandi alla keppnina.
-er meðlimur í dómnefnd.
302.3.4
-gefur göngustjóra upplýsingar
-ber ábyrgð á leiðbeiningum og samræmingu á störfum þeirra er vinna á start og
marksvæðinu
-er (yfirmaður) yfir handtímatöku, rafmagnstímatöku, millitímatöku og útreikningi.
-samræmir ásamt markstjóra vinnu við start, markdóma og markeftirlit.
302.3.5
-gefur göngustjóra upplýsingar
-er í forsvari fyrir öllum framkvæmdum á skíðaleikvanginum, þ.m.t. skíðamerkingu,
auglýsingaeftirlit, lyfjaeftirliti ásamt almennri uppsetningu girðinga á
skíðaleikvanginum.
-hefur samráð vegna tímatöku með yfirtímaverði og troðslu brauta með brautarstjóra.
-ber ábyrgð á því að keppendur komist óhindrað og tímalega í start og frá marki.
302.3.7
302.3.7.1 Yfirbrautarvörður
ber ábyrgð á að:
-gefur brautarstjóra upplýsingar
-upplýsa brautarverði um skyldur þeirra, sérstaklega hvað varðar liði 314, 340, 341.
-útbúa brautarverði með eftirlitskort og annan nauðsynlegan búnað og staðsetur þá.
-safnar saman öllum marktækum upplýsingum og eftirlitskortum og gefur dómnefnd
skýrslu um öll atvik.
302.3.7.2
Tveir brautarverðir eru nauðsynlegir á hvern stað. Þeir skulu standa með nokkra metra
millibili. Fjöldi og staðsetning brautarvarða sjá 302.3.3. Upplýsingar um þetta skulu
ekki gefnar nánar til keppenda, þjálfara eða annarra. Báðir brautarverðirnir skrái óháð
hvor öðrum. Þeir mega nota myndbandsuppstökubúnað.
Brautarvörðum ber að sjá um:
-að skrá alla keppendur sem fara framhjá.
-að hafa eftirlit með því að liður 314, 340 og 341 séu virtir
Þeir skulu upplýsa yfirbrautarvörð strax að lokinni keppni um brot á reglum og vera
til staðar og vitna fyrir dómnefnd
302.3.7.3
302.3.7.4
302.3.7.5
Blaðafulltrúi.
-vinnur í samstarfi við göngustjóra og samræmir störf sín með brautarstjóra,
markstjóra og öryggisstjóra við að skapa góða vinnuaðstöðu fyrir blaðamenn og,
blaðaljósmyndara, útvarps og sjónvarpsþuli og annað fjölmiðafólk.
-ber ábyrgð á að nauðsynlegar upplýsingar berist til blaða, útvarps og sjónvarps ásamt
því að tryggja að hljóðkerfi á mark og startsvæði sé í góðu ástandi.
302.3.7.6
-skal sjá til þess að læknisþjónusta sé fyrir hendi og flutningur á sjúkrahús gangi
greiðlega fyrir sig. Ef lyfjapróf er á mótinu skal hann taka á móti prufunum, og
varðveita þær tryggilega og koma þeim á viðurkennda rannsóknarstofu. Sjálf prufan
er tekin af starfsmanni sem valinn er af ÍSÍ. Keppni getur farið fram án þess að læknir
sé til staðar. En þá er það skilyrði að fyrstuhjálpar þjónusta sé til staðar.
Þá verður að sjá um að lækni / sjúkrabíl sé hægt að kalla til með stuttum fyrirvara
302.3.7.7
-þarf helst að vera fagmaður. Hann þarft að þekkja skipulag keppninnar og þekkja vel
til einstakra keppenda. Hann skal upplýsa áhorfendur / áheyrendur um það sem gerist
í keppninni og segja frá óopinberum millitímum og lokatímum eftir því sem þeir
liggja fyrir. Hann skal forðast að gefa upplýsingar sem greinilega munu gefa
einhverjum keppanda betri aðstöðu gagnvart keppinautum sínum.
303 Dómnefnd og skyldur hennar
303.1 Meðlimir dómnefndar
303.1.1
-eftirlitsmaður keppninnar
-göngustjóri
-brautarstjóri
til viðbótar geta fararstjórar / þjálfarar á farastjórafundum tilnefnd 1-2 farastj. /
þjálfara. Á Skíðamóti Íslands og Unglingameistaramóti Íslands og skal dómnefnd
skipuð 5 mönnum. Í alþjóðamótum gildir alltaf 5 manna reglan. Í alþjóða -
skemmtigöngum, sjá lið 393.
303.1.3
303.2
Starfssvið dómnefndar
303.2.1
Dómnefnd skal sjá um að undirbúningur / skipulag og framkvæmd keppninnar sé samkvæmt reglum SKÍ.
303.2.2
-Hvort keppni skal stöðva, fresta eða aflýsa ef hitastig er undir -mínus 15 c fyrir flokk 15 ára og yngri -mínus 18 c fyrir 16 ára og eldri -mínus 15 c fyrir 16 ára og eldri í vegalengdum sem er lengri en 15 km mælt á kaldasta stað í brautinni, skal keppni frestað eða aflýst af dómnefnd (Í alþjóðlegum keppnum gilda aðrar reglur). Þegar veður skapar erfiðleika (t.d. mikill vindur, hátt loftrakastig, mikil snjókoma eða hátt hitastig) getur dómnefnd í samráði við fararstjóra félaganna og lækni keppninnar eða heilsugæslustjóra, frestað eða aflýst keppninni. -hvort “force majeure” er ástæða þess að keppandi mætti of seint í start -hvort varalið skal sett inn og eftiráskráning er samþykkt -hvort fallast skal á kæru og úrdæming skal birt (sjá lið 361-363) -öll vafa atriði sem ekki er fjallað um í reglum SKÍ -breytingar á rásröð,og rásröð við elti starti sjá reglu FIS 351.4 Dómnefnd skal taka tillit til vindkælingar þegar hún íhugar að fresta eða aflísa keppni vegna kulda eða óeðlilegra eða skaðlegra veðurfarslegra aðstæðna á keppnisstað. Miða skal við eftirfarandi töflu. -10° -12° -15° -18° -21° -24° -27° -29° -15° -17° -20° -24° -27° -31° -33° -36° -20° -22° -26° -30° -33° -37° -40° -42° -25° -27° -31° -35° -39° -43° -46° -49° Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála í dómnefnd. Um áfrýjanir sjá lið 363.
304 Eftirlitsmaður
304.1 Vald
304.1.1
Eftirlitsmaður er fulltrúi SKÍ, hann skal tryggja að mótshaldið fari fram samkvæmt reglum
SKÍ. Eftirlitsmaður skal veita leiðsögn og aðstoða mótshaldara eins og þurfa þykir.
304.2 Skipun
304.2.1
Á Skíðamóti Íslands, Unglingameistaramóti Íslands, og bikarmótum og öðrum keppnum á landsvísu skal eftirlitsmaður koma frá öðru héraði en því er heldur
mótið. Þegar skíðahéruð sækja um mót til SKÍ skulu þau leggja fram einn mann úr
sínum röðum sem tilbúinn er til eftirlitsmannastarfa á einu af mótum vetrarins. Á
öðrum mótum getur eftirlitsmaður verið tilnefndur frá sama héraði og mótshaldari.
304.2.2
Eftirlitsmaður á SMÍ, UMÍ og BM. er tilnefndur af SKÍ / NGN. Í alþjóðlegum keppnum tilnefnir FIS eftirlitsmann. Eftirlitsmaður getur ekki verið í
starfsliði mótshaldara og ekki verið keppandi í því móti sem hann/hún er
eftirlitsmaður í.
304.2.3
Fyrir alþjóðlegar keppnir, sjá reglur FIS liður 304.2 304.3 Skyldur eftirlitsmanns áður en keppni hefst
304.3.1
-vera í sambandi við leikstjórn -minnst 2 vikum fyrir keppnir SMÍ, UMÍ og BM. heimsækja mótsstaðinn. -kynna þeim er tilnefnir hann/hana sem eftirlitsmann undirbúning sem gerður er fyrir keppnina -kanna hvort aðstaða fyrir keppendur, gisting, mötuneyti og ferðamöguleikar séu fullnægjandi -athuga fyrirkomulag keppninnar með það í huga að bæta það. -ákveða hvort færa á keppni á varastað vegna snjóleysis. -sannreyna kort og langsnið fyrir SMÍ, UMÍ og bikarmót -athuga að vátryggingarsamningar séu í lagi -fullvissa sig um að nauðsynlegur búnaður sé tiltækur fyrir fullnægjandi troðslu og sporun brautar -sannreyna að allir nauðsynlegir pappírar, kort, langsnið ásamt ýmsum tæknilegum upplýsingum um brautina, mótsboð o.s.frv. fyrir þátttökuliðin, séu tilbúin á réttum tíma -ákveða hvenær og hvernig brautin skal troðin og sporuð í samstarfi við göngu og brautarstjóra -fara alla brautina eða hluta hennar á skíðum til að taka út troðsluna. Þetta starf er
hægt að fá öðrum dómnefndarmanni
-fara yfir uppsetningu (skipulag) á start og marksvæði með leikstjórn til að fullvissa
sig um að starfsaðstæður fyrir dómnefnd, starfsmenn og þjálfara / farastjóra séu
hentugar, ásamt því að aðgangur keppenda til starts/marks sé í lagi
-athuga starfshætti fyrir eltistart
-athuga skipulag/aðstæður fyrir dómnefndar og farastjórafundi
-athuga ásamt ritara aðstæður fyrir skráningu, styrkleikaflokkun og útdrátt ásamt
prentun á start og úrslitalistum.
-athuga nákvæmni og gæði þeirra upplýsinga sem gefin eru liðunum (þátttakendum)
-láta fara fram prufuútdrátt, þar sem tölvuútdráttur er viðhafður
-vera viðstaddur farastjórafundi og við útdrátt og setja upp dagskrár farastjórafunda
ásamt göngustjóra
-gefa almennar upplýsingar og skýra út reglur
-athuga samsetningu dómnefndar, styrkleikaflokkun og röðun í ráshópa og útdrátt
-ákveða stað og stund fyrir dómnefndarfundi
304.4 Skyldur á meðan keppni stendur
304.4.1
Eftirlitsmaður skal mæta á keppnisstað minnst 2 tímum fyrir start. Ef veðuraðstæður eru tvísýnar/erfiðar skal eftirlitsmaðurinn mæta fyrr.
Eftirlitsmaður skal:
-við komu fá skýrslu frá göngustjóra og brautarstjóra um allan undirbúning.
-skoða hvort keppnisbúnaður sé í samræmi við reglur, lið 211.
-vera til staðar á start-marksvæðinu eða þar sem nauðsynlegt er að hann sé. Ef
eftirlitsmaður yfirgefur start-marksvæðið skal hann láta göngustjóra vita.
-að yfirfara hvert það atriði sem hefur áhrif á velheppnaða keppni, ásamt því
að vera tiltækur ef erfiðleikar/vandamál koma upp.
-halda góðu sambandi við dómnefndarmenn.
304.5 Skyldur að lokinni keppni
304.5.1
-fá lokaskýrslu frá göngustjóra, brautarstjóra, yfirtímaverði.
-halda dómnefndarfund til að taka allar nauðsynlegar ákvarðanir.
-fá óopinber úrslit frá ritara og fara yfir hann ásamt honum / henni.
304.5.2
Innan tveggja daga frá keppni skal eftirlitsmaður senda skriflega skýrslu til SKÍ. Skýrslan skal innihalda upplýsingar um framkvæmd, skipulag og
tækileg atriði keppninnar, auk þess um veður, færi, óvenjulega atburði, úrskurði og
annað sem skiptir máli.
304.6 Réttindi eftirlitsmanns
304.6.1
Mótsstjórn skal stöðugt upplýsa eftirlitsmann um framvindu undirbúningsvinnunnar og um allar
breytingar sem nauðsynlegt er að taka
304.6.2
Allan kostnað eftirlitsmanns þ.e. ferða, uppihalds og símakostnað skal endurgreiða.
305 Greiðsla kostnaðar
305.1 Ferða og uppihaldskostnaður
Mótshaldari skal sjá um að eftirlitsmaður fái gistingu og fæði eins nálægt keppnisstað
og hagkvæmt er talið. Mótshaldari greiðir allan uppihaldskostnað
SKÍ greiðir allan ferðakostnað, en mótshaldari greiðir til SKÍ eftirlitsmannagjald fyrir
hvert mót. Gjaldið er ákveðið á skíðaþingi.
306 Farastjórafundur
306.1 Framkvæmd.
306.1.1
Á SMÍ, UMÍ og bikarkeppnum og alþjóðlegur keppnum skal halda farastjórafundi og skulu þeir dagsettir daginn fyrir keppnina. Fyrir aðrar keppnir skal
halda farastjórafund sé það talið nauðsynlegt.
306.1.2
Dagsetning, fundartími og fundarstaður farastjórafundar skal koma fram á keppnisdagskránni
Eftirlitsmaður og göngustjóri ákveða hve margir fulltrúar frá hverju þátttökuliði
(félagi) og hve margir starfsmenn fá að taka þátt í farastjórafundinum.
306.1.3
Fararstjórafundir eru ekki opinberir (opnir) 306.1.4
306.1.5

Á alþjóðlegum keppnum með þátttakendur frá fleiri löndum skal farastjórafundur haldinn á a.m.k. einu erlendu tungumáli auk íslensku ( ensku ) sjá
einnig reglur FIS lið 218 og 306.
306.2 Stjórnun
306.2.1
Göngustjóri stjórnar farastjórafundum Eftirlitsmaður fylgist með og leiðréttir ef nauðsyn krefur. 306.2.3
306.2.4

Á keppnum þar sem dómnefndarmenn eru tilnefndir af farastjórafundi skal það gert í byrjun fundar ( sjá lið 303.1.1 ). Meirihluti greiddra atkvæða ræður
tilnefningu.
306.2.5
Ef nauðsyn þykir, getur dómnefnd tekið ákvörðun og tilkynnt hana á farastjórafundi (liður 303.2.2)
306.2.6
Á farastjórafundum eru venjulega ekki teknar ákvarðanir þegar dómnefnd hefur það hlutverk. En fundurinn getur samþ. áskorun til dómnefndar og
mótshaldara með meirihluta greiddra atkvæða. Hvert þátttökulið (félag, hérað ),
eftirlitsmaður og göngustjóri hafa eitt atkvæði hver.
306.2.7
Að öllu jöfnu skulu allar keppnir fara fram samkvæmt reglum SKÍ. Dómnefnd getur leyft minniháttar breytingar í þeim tilfellum að öll þátttökulið séu
einhuga um þær þó skal alltaf farið eftir aðalatriðum í reglum SKÍ
306.2.8
Ef útdráttur á sér stað á farastjórafundi, skal dómnefndarmaður, tilnefndur af eftirlitsmanni, hafa eftirlit með útdrættinum.
306.3 Dagskrá
306.3.1
Á SMÍ og UMÍ skal liggja fyrir farastjórafundum skrifleg dagskrá sem er undirbúin af eftirlitsmanni og göngustjóra ( liður 304.3.1 ) og skal innihalda eftirfarandi: -kynning á meðlimum í mótsstjórn -kynning á meðlimum í dómnefnd, og ef þannig háttar tilnefning á fleiri dómnefndarmönnum ( liður 303.1.1 og 306.2.4 ). -teikning af mark/start-svæðinu ( skíðamerkingu, start, mark, skiptireit í boðgöngu o.s. frv. -teikning af keppnisbrautinni (kort, langsnið ). -troðsla og sporun brautar -tímamörk og brautir sem opnar eru til æfinga -almennar upplýsingar eftirlitsmanns -almennar upplýsingar frá mótshaldara (verðlaunaafhending, ferðamöguleikar) -veðurútlit -athugun á ráshópaskiptingu ( 333 og 334 ) -útdráttur
306.3.3
Farastjórafundurinn skal upplýsa þátttökuliðin ( félögin ) þannig að enginn velkist í vafa um keppnisfyrirkomulag.
306.3.4
Fundargerð skal skrifa á farastjórafundum, þar skulu koma fram öll tilmæli ( áskorun ) sem samþykkt eru á fundinum og allar ákvarðanir sem þar eru
teknar og tilkynntar.
311 Brautarlögn
311.1 Grundvallarregla
311.1.1
Keppnisbrautir skulu vera í samræmi við gildandi reglur og þær kröfur sem gerðar eru til tæknilegra, taktiskra og líffræðilegra getu keppenda.
Erfiðleikagráða brautarinnar skal hæfa keppninni. Brautin skal vera fjölbreytt og
innihalda klifur, flata, smáhæðótt land og rennsli. Skæragangsbrekkur lengri en 10-15
m skal forðast í lengstu lög. Brautin skal gefa möguleika á jafnri hrynjandi í gegnum
alla keppnina og rennslisbrekkur skulu ekki vera hættulegar ,jafnvel í hörðu og ísuðu
spori.
311.1.2
Brautir skulu eins og mögulegt er, innihalda: ca 1/3 klifur, brattinn á að vera á milli 9 - 18 % með hæðarmun yfir 10 m. Styttra
klifur brattara en 18%, sjá 313.1.1.
ca 1/3 flatt og smáhæðótt land sem inniheldur allar gerðir landslags með stuttum
mótbrekkum og rennsli með hæðarmun allt að 9 m.ca 1/3 breytilegt rennsli sem krefst
breytilegrar rennslistækni.
311.1.3
Hluta eða alla brautina má nota til að ganga fleiri hringi til að ná fullri vegalengd.
311.1.4
Brautina skal ganga í þá átt sem ákveðið var fyrir keppnina. Á SMÍ og UMÍ, Bikarkeppnum skulu allar brautir í nánd við mark- og startsvæðið,
allar brattar brekkur og þar sem brautir liggja þröngt, vera nægilega afgirtar.
311.1.5
Mótshaldari SMÍ, UMÍ og Bikarkeppna leggja til svæði fyrir skíðaprófanir. Prufusvæðin skulu vera nálægt startsvæðinu.
311.1.6
Ef mögulegt er ber að leggja sér braut fyrir starfsmenn, fararstjóra og áhorfendur.
312 Vegalengdir og hæðarmunur
312.1 Leyfilegar keppnisvegalengdir fyrir mismunandi aldursflokka
312.1.1
sjá einnig 331.1-3. Í alþjóðamótum 312.2 Hæðarmunur.
312.2.1
Hæðarmunur á milli lægsta og hæðsta punkts í brautinni má ekki fara yfir: brautir styttri en 2,5 km - 1,5 % af brautarlengd.
312.3 Hæðarmunur í einu klifri.
312.3.1
Hæðarmunur á milli lægsta og hæðsta punkts í einu samfeldu klifri án þess að það rofni má ekki fara yfir: brautir styttri en 2,5 km - 0,75 % af brautarlengd.
Til þess að samfeldu klifri teljist lokið, þarf að koma samfellt rennsli / flati minnst 50
m í brautum styttri en 5 km. Fyrir brautir 5 km, eða lengri þarf þessi kafli að vera
minnst
200 m.
312.4 Heildarklifur
312.4.1
Samanlagt klifur í sannanlegu klifri skal vera innan eftirfarandi marka: braut styttri en 2,5 km - 2-3 ,5 % af brautarlengd. Hámarkshæð yfir sjó, sjá FIS reglur 312.4.2. 313 Samræming (Homologering)
SKÍ getur við sérstakar aðstæður sett kröfu um að brautir skuli fullnægja kröfum í
FIS reglum 313.
314 Tækniskilgreining
314.1 Hefðbundin tækni (H).
314.1.1
Inniheldur vanagang, tvöfalt staftak, skæragang án rennslis, rennslistækni og beygjutækni. S autatak er ekki leyfilegt.
314.2 Frjáls tækni (F).
314.2.1
Inniheldur allar tegundir af þekktri skíðagöngutækni. 315 Vinnsla
315.1 Sumarvinna.
315.1.1
Ryðja þarf brautina og vinna þannig að hægt sé að nota hana án hættu í litlum snjó.
315.2 Vinnsla fyrir hefðbundna tækni.
315.2.1
Í einstaklingskeppni er vanalega sett eitt spor eftir “ideallinje” þ.v.s. eftir þeirri línu sem keppendum finnst eðlilegast að fylgja í gegnum brautina til að komast sem fljótast í gegnum hana. Ekki skal setja spor í krappar beygjur, né hlykkjótta brautarhluta eða í erfitt rennsli. Slíkt svæði skal merkja. Síðustu 200 m fyrir mark skal brautin vera eins bein og mögulegt er og hafa 2 spor. Byrjunina á þessu endasprettssvæði skal merkja með litaðri línu yfir
brautina. Eftirlitsmaður og göngustjóri geta í sérstökum tilfellum stytt
endasprettssvæði , þó skal það aldrei vera styttra en 100 m.
315.3 Vinnsla fyrir frjálsa tækni.
315.3.1
Brautin skal vera vel troðin, setja má 1 spor með öðrum kanti brautarinnar. Í rennsli þar sem keppendum fynnst eðlilegt að fylgja sporinu skal leggja
það eftir “ideallinje”.
315.3.2
Síðustu 200 m fyrir mark skal troðin bein braut 6 m breið, og skiptast í tvær líkar brautir. Brautirnar skulu aðskildar með litaðri merkingu. Byrjunina á
endasprettssvæðinu skal merkja með litaðri línu yfir brautina. Eftirlitsmaður og
göngustjóri geta í sérstökum tilfellum stytt endasprettssvæðið, þó skal það aldrei vera
styttra en 100 m.
315.4 Almennt um vinnslu brauta.
315.4.1
Brautir skal troða með vélknúnum tækjum. Brautir skulu troðnar í þeirri breidd (3-4 m) að keppendur geti gengið framúr án þess að tapa tíma og jafnframt skal öllu öryggi fullnægt. Hliðarhalla þarf
að laga og plana ef troðið er með snjótroðara.
315.4.3
Þversnið og form sporsins skal gefa góða stýringu fyrir skíðin án bremsandi áhrifa Spordýptin skal vera 2-5 cm og fjarlægðin á milli skíðanna í sporinu
skal vera á milli 17-30 cm, mælt frá miðju hvers skíðis.
315.4.4
Þar sem eru tvö spor skal vera 100-200 cm á milli spora, mælt frá miðju spori í mitt spor.
315.4.5
Brautir skulu troðnar og merktar fyrir almenna þjálfun, þar með talin km- merking. Prufusvæðið er troðið á sama hátt og keppnisbrautin.
315.4.6
Brautin skal þannig gerð að sem allra líkastar aðstæður séu fyrir alla keppendur. Mótshaldari sér um að hafa nógu fjölmennt lið brautarvarða til að tryggja
þetta, ef það er nauðsynlegt t.d. vegna veðurskilyrða.
315.4.7
Notkun tilbúna efna í brautir úr náttúrulegum snjó er bönnuð. Leyfilegt er að nota tilbúin snjó
315.4.8
Brautarstjóri í samvinnu við eftirlitsmann og göngustjóra, ber ábyrgð á skipulagi og aðferðum við troðslu, sporun eftir “ideallinje” og notkun brautarvarða,
ásamt merkingu á endasprettssvæði.
316 Merking brauta
316.1 Litir
316.1.1
316.2 Almennt.
Við notkun km-merkja skulu þau sýna gegna vegalengd. Km-merki skulu á SMÍ og UMÍ vera á hvern km. Í öðrum mótum skulu km-merki sett ef
mögulegt er, þó er skylt að merkja síðustu 5 km fyrir mark.
316.2.3
Brautamót og brautahluta skal merkja tímalega með góðum sýnilegum skiltum og girðingar skal setja fyrir ónotaða brautahluta.
317 Drykkjarstöðvar
317.1 Staðsetning.
317.1.1
Í vegalengdum allt að 15 km. skal vera ein drykkjarstöð við mark. Í vegalengdum allt að 50 km. skulu vera drykkjarstöðvar á 5 km. fresti eða eftir gengnar hverjar 20 mín. Drykkjarstöðvarnar skulu staðsettar þannig að þjónusta megi a eða takti. Jafnframt þurfa einkadrykkjastöðvar að C: 320 Keppnissvæðið
320.1 Start og marksvæðið
320.1.1
Á SMÍ og UMÍ skal start og marksvæðið uppfylla eftirfarandi kröfur. Fyrir aðrar keppnir gildir að brautir séu beinar svo langt sem mögulegt er.
320.1.2
Svæðið skal vera samfellt, deilt upp eftir þörfum m/ hliðum, girðingum og merktum línum. Það skal þannig gert að: -keppendur eigi létt með að fara um -keppendur, starfsmenn, hjálparlið og þjónustufólk og áhorfendur geti auðveldlega endasprettssvæðið sé að réttri lengd (315.2.2 og 315.3.2)
320.1.3
320.2
Vinnuaðstaða
320.2.1
Starfsmenn og dómnefndarmenn skulu hafa almennilega vinnuaðstöðu. Þjálfarar, starfsmenn, hjálparlið og þjónustufólk skulu hafa almennilegt vinnusvæði
innan (start - mark) svæðis þannig að það geti unnið án þess að trufla start og
innkomu.
320.2.2
Tímamæling og útreikningur skal vera í byggingu með góðu útsýni til start og marksvæðis
320.2.3
Rásmark skal vera afgirt og vera minnst 4 metrar á breidd. 320.2.4
320.2.5

Upphitað herbergi skal vera fyrir hjálparlið (lækni) 320.3 Önnur aðstaða
320.3.1
320.3.2
320.3.3

Salerni og búningsklefar/fatageymslur skulu vera nálægt startsvæðinu og aðgengilegar fyrir keppendur
320.4 Aðstaða fyrir gildandi upplýsingar
320.4.1
Hitastigstöflu skal setja upp og skal hún sýna lofthita og snjóhita. 320.4.2
320.4.3

Töflu fyrir millitíma og óopinber úrslit skal setja upp. Nota skal hátalara fyrir nauðsynlegar upplýsingar. Á alþjóðlegum mótum skal gefa upplýsingar á ensku , þýsku, eða frönsku þar sem eru aðrir þátttakendur en frá Íslandi
331 Flokkaskipting
331.1 Aldurs og flokkaskipting
331.1. 1
Aldur miðast við 1. janúar, það vill segja að viðkomandi keppandi verður að hafa náð aldri fyrir kl.24.00 31. des. Í keppnum sem fara fram fyrr á
tímabilinu, skal keppandi starta í þeim flokki sem hann tilheyrði frá 1. jan.
331.1.2
Skíðatímabilið reiknast frá 1. júlí - 30 júní. T.d. keppandi fæddur 1990 keppir í eftirfarandi aldursflokkum.
2003-2004 13 ára (frá 1.júlí 2003)
2004-2005 14 ára (frá 1.júlí 2004)
2005-2006 15 ára (frá 1.júlí 2005)
2006-2007 16 ára (frá 1.júlí 2006)
331.1.3
331.1.3.1
Í skíðagöngukeppnum skal að öllu jöfnu keppa í eftirtöldum aldursflokkum: Stúlkur
-sjá hámarksvegalengdir í pkt. 312
-sjá vegalengdir í pkt. 339
331.1.3.2
Í flokkum D/H9-D/H12 er leyfilegt að sláa saman tveimur flokkum (t.d D9-10, H11-12) og skal þá hámarksvegalengdin fyrir flokkinn miðuð við yngri
þátttakandann, v/Andrésar Andarleika sjá 333.2.
331.1.3.3
Í flokkum D/H13-D/H16 er leyfilegt að skipta upp flokkum fyrir hvern aldur, (t.d D13, D14, H15, H16).
331.1.3.4
Í flokkum D/H17-D/H65e er leyfilegt að skipta upp flokkum, og setja op aðrar flokkaskiptingu, þó ekki með minna en 5 ára aldursmun í D/H20-D/H65e
(t.d.D45-49, D50-54) einungis má setja saman fleiri flokka þó ekki með meiri
aldursmun en 20 ár (t.d. H20-39 og H40-59)
331.1.3.5
Á Skíðamóti Íslands, Unglingameistaramóti Íslands og bikarmótum er ekki leyfilegt að skipta upp eða slá saman flokkum. Á UMÍ skal keppt í D/H13-14 og D/H15-16. Á SMÍ skal keppt í H17-19, D17e og H20e, en einnig er leyfilegt að keppa í flokkum D/H35- 331.1.3.6
Í flokkum D/H9-D/H12 er ekki leyfilegt að keppa upp fyrir sig sjá þó Í flokkum D/H13-D/H16 og H17-19 er leyfilegt að keppa upp fyrir sig, sjá reglu um
hámarksvegalengd ikt.312. Í flokkum H20e og D17e er ekki leyfilegt að keppa í
öðrum flokkum en aldur segir til um.
331.1.4
Aðeins keppendur í flokki D/H15 - 16 mega hækka sig upp um flokk og keppa á Skíðamóti Íslands, en ekki þeir sem yngri eru. Sjá þó grein 312.1.1 um
hámarksvegalengdir.
331.1.5
333
Skráning
333.1
Til þess að keppni geti farið fram á Skíðamóti Íslands og Unglingameistaramóti Íslands þarf lágmarksþátttaka að vera 3 keppendur í
viðkomandi keppnisgrein eða 3 sveitir í boðgöngu.
333.2
Til þess að keppni geti farið fram á Andrésar Andarleikunum þarf lágmarksþátttaka að vera 5 í hverjum flokki, sjá reglugerð um Andrésar Andarleika
334 Skipting í ráshópa
334.1 Skipting í ráshópa
Fyrir alþjó
Stúlkur Herrar Aldur
D9y
kleikaflo
Styrkleikaflokkun fer eftir reglum FIS og er notast við FIS-stig.
334.3 (gildir í alþjóðamótum
334.4 ( “ “ “ “ “ “ “ “ )
336 Útdráttur
336.1 Grundvallarregla.
336.1.1
Rásröðin er ákveðin með útdrætti. Í útdrættinum skal aðeins taka með þátttakendur sem eru skráðir á réttum tíma og í samræmi við reglugerð. Ekki er leyfilegt að starta á númeri a er skal útdrættinum skipt í ráshópa. Útdrátturinn getur farið fram handvirkt eða með tölvu. Eftirlitsmaður eða lögráða aðili skal hafa eftirlit með útdrættinum. Við útdrátt skal taka tillit til styrkleikaflokksreglna fyrir þá keppendur sem skráðir eru. Útdrátturinn getur farið fram fundi. Útdráttaraðferðir sem tilnefndar eru í 336.2 og 336.3 gilda um útdrátt á farastjórafundum. Aðferðin er einnig nothæf fyrir
aðrar keppnir.
336.1.2
Gildir fyrir alþjóðakeppnir, sjá FIS reglur. Ef keppnin er sett á nýjan dag (dagsetningu) skal endurtaka útdráttinn. 336.2 Handvirkur útdráttur
Í þessari aðferð eru nöfn þeirra er starta í sama ráshóp rituð á miða og sett í pott.
Einnig eru rásnúmer þess ráshóps rituð á aðra miða og þeir settir í annan pott.
Útdrátturinn fer síðan þannig fram að samtímis draga tveir aðilar úr pottunum, annar
dregur nafn og hinn rásnúmer sem verður þá rásnúmer þess er dregin var. Þannig er
dregið þar til allir úr ráshópnum eru komnir með rásnúmer. Útdrátturinn er síðan
framkvæmdur eins fyrir alla ráshópa.
336.3 Tölvuútdráttur
Sjá FIS. 336.3
337 Rásnú er
337.1
337.1.1

Tvöföld rásnúmer skulu vera sýnileg bæði á brjósti og baki. Þau mega ekki á nokkurn hátt hindra keppandann. Hvorki stærð né form rásnúm breytast og ekki heldur festingar þeirra á meðan á keppni stendur. Mótshaldari ber
ábyrgð á því að afhenda hentug rásnúmer.
338 Þjálfun í brautum og lokun brauta.
338.1 Þjálfunartími
338.1.1
Keppendum skal gefinn kostur á að kynna sér brautina. Ef mögulegt er dögum fyrir keppni. Aðeins í sérstökum tilfellum getur dómnefnd lokað brautinni eða takmarkað æfingar við vissa brautahluta eða 339 Keppnisdagskráin
(Fyrir alþjóðlegar keppnir gilda FIS reglur 339).
339.1
Meistaramót
339.1.1Skíðamót Íslands (SMÍ)
Keppa skal í eftirtöldum greinum á SMÍ: Sjá reglugerð um Skíðamót Íslands (7 gr.)
339.1.2 Unglingameistaramót Íslands (UMÍ).
Keppa skal í eftirtöldum greinum á UMÍ: Sjá reglugerð um Unglingameistaramót
Íslands (7.gr)
Sé ekki næg þátttaka í boðgöngu D13-16/H13-16 samkv. 333.1 skal keppa í DH13-
16, það er með blandaðar sveitir drengja og stúlkna.
339.2 Bikarkeppni SKÍ
339.2.1
Árlega skal fara fram bikarkeppni SKÍ í skíðagöngu í öllum flokkum haldin í flokkum H17-19,D17e og H20 e. Einnig skal telja til stiga báðar
einstaklingsgöngur og sprettgöngu á SMÍ. 3 bikarmót með 3 keppnisdögum skulu
haldin í flokkum D/H13-14 og D/H15-16. Einnig skal telja til stiga báðar
einstaklingsgöngur UMÍ.
339.2.2
Í Bikarmótum SKÍ skal keppa í þeim vegalengdum sem keppt er í á UMÍ og SMÍ. Vegalengdir og keppnisform ásamt göngutækninni skal ákvarðast af
SKÍ/Skíðagöngunefnd ár hvert.
339.2.3

Til útreiknings í Bikarkeppni SKÍ reiknast stig úr öllum mótum sem fram fara í hverjum flokki fyrir sig. Ef einstaklingar eru jafnir að stigum eftir veturinn að eftir fjölda 1. sæta, 2. sæta, 3. sæta o.s.frv. sem þeir hafa náð á vetrinum. Sé ekki hægt að gera upp á milli keppenda á þennan hátt, skulu báðir eða allir hljóta verðlaun samkvæmt sæti sínu. Stig skulu reiknuð þannig: Það félag/ráð sem vinnur sér inn flest samanlögð stig í öllum flokkum skal kallast Bikarmeistari SKÍ það árið og hljóta verðlaun að loknu síðasta móti.
339.2.5
Við ákvörðun um rásröð skal dregið úr nofnum allra keppenda í hverjum flokki fyrir sig í einum útdrætti.
339.3 Aðrar keppnir
339.3.1
Keppt er í eftirtöldum flokkum: Sjá reglugerð um Andrésar Andarleikana (4 gr.)
Sjá einnig um sameiningu flokka, 331 og um lámarksfjölda í flokkum 333.2
Sjá einnig reglugerð um Andrésar Andarleika.
339.3.2
keppa skal í eftirtöldum flokkum: Sjár reglugerð um Öldungamót Íslands (6.gr)
Íslandsmeistari öldunga verður sá/sú er verður fyrst(ur) í hverri grein.
Sjá einnig 331 og reglugerð um Öldungamót Íslands
339.3.3
Mótshöldurum er frjálst að auglýsa og boða til keppni með þeirri flokkaskiptingu og
keppnisvegalengdum sem þeir kjósa sér í samræmi við reglur SKÍ. Sjá sérstaklega 312
og 331.
339.4 Annað
340 Framkoma keppenda í keppni
340.1 Réttindi og skyldur keppandans
340.1.1
Keppandinn skal fylgja hinni merktu braut frá starti til marks og fara fram hjá öllum brautarvörðum. Hann verður að ljúka allri keppninni með leyfilegum hjálpartækjum og á merktum skíðum, þar sem það er krafa frá m hjálp “í að draga” er bönnuð, hvort sem það er gert með því að hjálparmaðurinn
gengur á undan, við hliðina eða á eftir keppandanum.
340.1.2
Keppandi má skipta um annað skíðið ef skíðið eða bindingin er skemmd eða eyðilögð. Skila verður skíðinu til dómnefndar til staðfestingar þessarar
bilunar strax að keppni lokinni.
340.1.2.1
Í keppnum með frjálsri tækni er bannað að endursmyrja, skrapa eða hreinsa skíði keppenda á meðan á keppni stendur
340.1.2.2
Í keppnum með hefðbundinni tækni má keppandinn skrapa skíðin til að fjarlægja snjó og ís og einnig setja nýjan festuáburð undir sé það nauðsynlegt.
Keppandinn verður að gera þetta utan við spor og án hjálpar frá öðrum. Áburð,
gaslampa eða sköfu má taka við úr höndum annarra.
340.1.2.3
Mat og drykk má keppandi taka við úr höndum annarra. Keppandi sem annar gengur uppi ,skal gefa brautina við fyrsta merki -í hefðbundnum keppnum, þó tvö spor séu, að undanskildu síðustu 200 m fyrir mark,þar sem keppandi þarf ekki að gefa brautina -í keppnum með frjálsri tækni, eins þó hreyfingar keppandans takmarkist. Undanskilið eru síðustu 200 m fyrir mark, þar sem keppandinn þarf ekki að yfirgefa leið Byrjunina á endasprettsbrautinni skal merkja með litaðri línu þvert yfir brautina 200
m fyrir mark. Sjá lið 315.2.2 og 315.3.2
340.1.4
Keppendur verða að fylgja fyrirmælum mótshaldara. Keppandi sem hættir keppni verður að tilkynna næsta starfsmönnum það eins fljótt og mögulegt er og helst tilkynna það til starfsmanna við m óhapp hefur orðið skal keppandi tilkynna það næsta brautarverði sem hann fer fram
hjá.
341 Starfsmenn og aðrir meðan á keppni stendur
341.1 Réttindi og skyldur
341.1.1
Ef nauðsyn krefur getur eftirlitsmaður samið sérstakar leiðbeiningar fyrir starfsmenn, þjónustufólk, keppendur utan keppni og hjálparlið, til að tryggja rétta starfshætti við brautina, á start og a m rksvæðinu og smurningsbása á meðan og eftir kepp
341.1.2
Fyrir brautina gilda eftirfarandi reglur: - Í alþjóðakeppnum: Frá 5 mín fyrir start og til þess að eftirfari (snjósleðinn) hafa
farið framhjá, hafa starfsmenn, þjónustufólk keppenda í keppni, þjálfarar eða
eftirlitsmenn ekki leyfi til að ganga á skíðum í brautinni. Á þessum tíma
(keppnistímanum) verða þessar persónur taka sér stöðu og standa við hlið
brautarinnar án skíða.
- Í innanlandsmótum skulu starfsmenn sjá til þess að viðeigandi regla sé á hlutunum,
þannig að keppendur komist án hindrana áfram.
- Við tímagjöf til keppenda hafa aðstoðarmenn, þjálfarar og aðrir ekki leyfi til að
hlaupa meira án skíða en 30 m við hlið keppandans .
- Aðstoðarmenn og aðrir verða að sjá um að hindra ekki keppendur á neinn hátt.
341.1.3
Á meðan á keppni stendur er skíðaprófun bönnuð í brautinni. Sömuleiðis getur dómnefnd bannað skíðaprófun í brautinni fyrir start.
Mótshaldari ber ábyrgð á því að brautin sé auð.
342. Skíðamerking
342.1
342.1.1

Skíðamerking er framkvæmd þar sem dómnefnd ákveður . Skíðamerking er alltaf í einstaklingskeppnum í SMÍ, UMÍ og alþjóðlegum keppnum. Markmið með skíðamerkingu er að hafa eftirlit með óleyfilegum skíðaskiptum (pkt. 340.1.2) Þátttakandinn verður sj tímalega fyrir start. Um skipulag við skíðamerkingu sjá pkt. 302.3. D: START, TÍMATAKA, MARK , ÚRSLIT
351 START
351.1 Startaðferðir
351.1.1
Í keppnum á mótaskrá SKÍ og aðildarfélaga þess skal venjulega nota einstaklingsstart með 1/2 mín. millistarttíma. Eftirlitsmaður getur leyft tvöfalt sta t (dobbelt-start) og / eða 1 mín. millibil. Í SMÍ og UMÍ skal nota einstaklingsstart með 1/2 mín. startmillitíma (með undantekningu er varðar eltistart sjá 351.4). Hópstart ( í vegalengdum samkv. pkt.312.1) geta verið samþ. af SKÍ / NGN fyrir SMÍ og bikar-keppnir. Eftirlitsmaður gefur samþ. fyrir önnur mót.
351.2 Einstaklingsstart.
Ræsir gefur hverjum keppanda aðvörun 10 sek. fyrir start. 5 sek. fyrir start telur ræsir 5-4-3-2-1 fylgt eftir startmerki. Ef notuð er rafræn tímataka, skal
samtímis vera gefið rafrænt hljóðmerki. Startklukkan skal þannig staðsett að
keppandinn geti auðveldlega séð á hana.
351.2.2
Keppandinn skal standa rólegur að baki startlínunnar þar til ræsir gefur fyrirskipanir sínar.
Stafina skal setja rólega yfir startlínuna og/eða starthliðið.
351.2.3
Við handtímatöku skal keppandi sem þjófstartar kallaður til baka og fara yfir startlínuna á nýjan leik. Í þessu tilfelli skal starttími keppandans vera sá sem
skráður er á startlistanum.
351.2.4
Við rafræna tímatöku getur keppandi startað á tímabilinu frá 3 sek. fyrir og til 3 sek eftir að rásmerkið er gefið. Ef keppandinn startar fyrr en 3 sek. fyrir
rásmerki hefur keppandinn þjófstartað. Í þessu tilfelli skal kalla keppandann til baka
og hann fara á ný yfir startlínuna til hliðar við ráshliðið. Ef keppandinn startar meira
en 3 sek. of seint, skal nota starttímann sem ákv.er á startlistanum.
351.2.5
Keppandi sem startar of seint skal ekki trufla start annarra keppanda. Sannanlegur starttími keppanda skal skrá bæði í handvirkri og rafræni tímatöku. Þetta skal gera ef dómnefnd er kölluð til að ákveða hvort seinkun á starti
hefur orsakast af “force majeure”
351.3 Hópstart
351.3.1
Ef keppnin er styrkleikaflokkuð samkv. pkt. 334.2 skulu styrkleikaflokkuðu hóparnir fá lægstu rásnr. og bestu rásstöðu, í samræmi við
styrkleika, þeir bestu fá bestu rásstöðu. (Fyrir alþjóðalegar keppnir gilda sérstakar
reglur FIS. pkt. 334.2 og 251.3.1)
351.3.2
Startið skipulegst og framkvæmist eins og boðgöngustart með hliðsjón af pkt. 371 og 372
(Fyrir alþjóðlegar keppnir gilda reglur FIS. pkt. 351.3.2).
351.3.3
351.4
Eltistart
351.4.1
Í eltistarti startar sigurvegarinn úr fyrri keppni tvíkeppninnar fyrstur, því næst nr. 2. nr 3 og svo framvegis eftir tímamun úr fyrri keppninni.
351.4.2
Eltistart er framkvæmt án starthliðs. 1/10 hluti sek. tímamunur úr fyrri keppninni notast ekki í sambandi við starttíma í seinni keppninni. Keppnisstarfsmenn
skulu fullvissa sig um að keppendur séu tilbúnir í start.
351.4.3Startlisti skal vera eins og eftirfarandi sýnishorn.
Rásnr. Nafn
Rástími
Til að tryggja rétt start skal nota stóra startklukku. Startinu skal haga þannig að 2 eða fleiri keppendur geti startað við hliðina á hver öðrum.
Fyrstu 100-200 metrar brautarinnar skal troða í að minnsta 6 metra breidd.
351.4.6
Sigurvegarinn í eltistarts keppni er sá keppandi er kemur fyrstur yfir Nr. 2 er sá sem kemur næstur o.s. frv.
351.4.7
Að öllu jöfnu skal seinni hluti af eltistartskeppninni (móti) framkvæma samkv. neðanskráðu. Þegar ástæða er til að ætla að fyrstu keppendur fái mun verri keppnisaðstæður en þeir sem síðar koma t.d. vegna veðurs,(snjókomu) ber dómnefnd að fresta starti eða ppninnar skuli framkvæma sem einstaklingsstart. Fyrir einstart fer samkv. pkt.351.2 og rásröðin er dregin út samkv. pkt.334 og 336.
351.5 Skyldur starfsmanna við start.
351.5.1
Ræsirinn skal vera viss um að keppendur starti á réttum tíma með rétt Aðstoðarm ður ræsis skal staðsettur nokkra metra framan við ráslínuna (startlínuna)
til að
fylgjast með fyrirskipunum ræsis, og ef keppandi þjófstartar skal hann sjá um að kalla
hann til baka.
352 Tímataka
352.1 Starfsaðferðir
352.1.1
Tímatakan getur verið bæði rafræn eða handvirk. Rafrænatímataka inniheldur rafræn starthlið við start og fótosellur við mark. Við alþjóðakeppnir skal nota raf. tímaröku með hliðsjón af reglum FIS pkt.352. Við SMÍ UMÍ og BM, notist að öllu jöfnu rafræn tímataka. Fyrir aðrar keppnir er nægilegt að nota handklukkur við tímatöku. Í keppnum þar sem þátttakendafjöldi er ar keppnir) er mælt með tölvubúnaði sem gjarnan er tengd handvirkri markklukku sem gefur upplýsingar beint til tölvu. Þegar rafm.klukka er notuð skulu jafnframt vera handklukkur Úrslit skulu sannreynd með hjálp handtímatökunnar. Við handtímatöku skal jafnframt vera aðskilin handtímataka til eftirlits og staðfestingar. Við notkun rafm viðunandi gerð/gæðum
352.1.2
Við rafm.tímatöku er nákvæmnin í 1/10 hluti sek. Hundraðshluti fellur burt.
Við handtímatöku er nákvæmnin ein sekúnda , 1/10 hluti sek. fellur burt.
352.1.3
Ef rafm tímataka fellur út tímabundið skal nota handtíma til að finna meðaltalsþróun á mismun milli rafm. og handtímatöku og leiðrétta þannig handtímann
sem notaður er inn í rafm.tímatöku. Ef rafm. tímataka fellur út ítrekað eða alveg, skal
nota handtíma fyrir alla keppendur. Starttíminn sem þá notast skal vera sannanlegur
rástími keppenda.
352.2 Millitímar
352.2.1
Við alþjóðamót og SMÍ gildir eftirfarandi: Í 10 km skal taka einn millitíma. Í 15 km. tvo millitíma, í 30 km. tvo - þrjá millitíma
og í 50 km. minnst þrjá millitíma.
353 Að koma í mark
353.1 Almennt.
353.1.1
Við handtímatöku telst keppandi koma í mark þegar fremri fótur keppandans fer yfir marklínuna á milli markstanganna.
353.1.2
Við rafm.tímatöku telst keppandinn koma í mark þegar geisli í rafm.- búnaðinum í markinu
er rofinn, geislinn skal vera í 25 cm. hæð yfir snjófletinum.
353.1.3
Markdómarar bera ábygð á því að halda lista í réttri röð yfir þá sem koma í mark, listann skal afhenda yfirtímaverði. Markdómarar hafa eftirlit með því að keppendur komi í mark á tveimur merktum skíðum þar sem keppnir hafa skíðamerkingu. Í boðgöngu og eltistarti má
skipta um annað skíðið ef það eyðilegst sjá pkt.340.1.2
Í alþjóðlegum keppnum skal vera eftirlitslína 15-20 m. aftan við marklínuna.
Keppendur mega ekki taka af sér skíðin fyrr en þeir hafa farið yfir þessa línu, sjá
reglur FIS pkt. 353.1.4.
354 Útreikningur úrslita
354.1 Almennt
354.1.1
Keppnistíminn er reiknaður út sem mismunur á milli starttíma og marktíma
354.1.2
Ef tveir eða fleiri þátttakendur fá sama tíma, skulu þeir fá sama sæti í úrslitum, og sá keppandi sem hefur lægsta rásnúmer kemur fyrst á listann
354.1.3
Útreikningur á úrslitum úr eltistarti er fenginn með því að leggja saman tíma úr 1.hluta keppninnar ( í heilum sek.) og tíman úr 2. hluta. Lokatíminn er gefinn
upp á 1/10 þar sem tíminn er tekinn á rafm.-klukku.
354.1.4
Yfirtímavörður skal afhenda úrslitalistann til ritara svo fljótt sem auðið er.
355 Opinber úrslit
355.1 Starfsaðferð
355.1.1
Óopinberum úrslitum skal dreifa til fyrirliða (fararstjóra o.s.frv.) svo ulegt er eftir keppnina með tímasetningu útgáfunnar áritaða á. Úrslitin verða opinber um leið og dómnefnd hefur gert eftirfarandi:
Dómnefnd skal ábyrgjast að ekki hafi orðin nein brot á reglum eða neinar kærur
borist, svo fljótt sem mögulegt er eftir keppnina og ekki seinna en 1 tíma eftir að
síðasti keppandi kom í mark.
355.1.2
Hin opinberu úrslit skulu innihalda endanlega röð keppenda. rásnúmer þeirra, lokatíma og millitíma og SKÍ-stig þar sem það á við. Í alþjóðlegum keppnum skal einnig gefa upp FIS-stig. Listinn skal gefa upplýsingar um fjölda þátttakenda, nöfn þátttakenda sem starta en ljúka ekki keppni, tæknilegar upplýsingar um ð, hitastig, dagssetningu og samsetningu Ritari skal samþykkja og undirrita úrslit. E: Dæmdir úr leik, kærur, Áfrýjanir
361 Dæmdir úr leik
361.1 Skilmálar
361.1.1
Keppanda skal dæma úr leik af dómnefnd ef hann/hún -getur ekki framvísað gildandi keppnisleyfi -uppfyllir ekki aldursákvarðanir, startar í röngum flokki, með annars startnúmer eða á annan hátt röngum forsendum . -er tekin í jákvætt lyfjapróf. samkv. reglum SKÍ/ÍSÍ -fylgir ekki hinni merktu braut (til að stytta sér leið) eða fer ekki framhjá öllum brautarvörðum -m-gefur ekki brautina til keppanda sem vill komast framfyrir eftir að hafa látið vita af sér, eða hindrar/tefur fyrir öðrum keppanda (340.4) -skiptir um ntekning er í boðgöngu og eltistarti þar sem leyfilegt er að skipta um skíði ef það brotnar eða binding eyðilegst. -fer hluta brautarinnar fótgangandi án skíða.
-brýtur ákvarðanir um leyfilegan búnað, sjá reglur FIS pkt.230 og FIS
útbúnaðarstaðla
-brýtur ákvarðanir í pkt. 314.1.1 viðvíkjandi frjálsa tækni.
361.1.2
Eftir úrskurð skal taka nafn keppandans út úr úrslitalistanum og gera skal nýjan lista.
Úrskurður dómnefndar skal vera skriflegur þar skal einnig tilgreina kærufrest.
Eftirlitsmaður undirritar úrskurð.
361.1.3
Við alvarlegri afbrot (dóping, meðvitaða hindrun keppanda af völdum þátttakenda, þjálfara, farastjóra eða mótshaldara eða önnur gróf brot) skal dómnefnd
upplýsa SKÍ/NGN með skriflegum útskýringum á brotum/ásökunum.
361.1.4
Við alþjóðlegar keppnir skulu úrskurðir einnig sendir skriflega til skíðasambands þátttakandans og FIS, þar 362 Kæra
362.1 Aðferð
362.1.1
Rétt til að kæra hefur, þátttakandi eða farastjóri fyrir hvert þátttökufélag.
362.1.2
Kæra gegn því að keppandi starti, skal gera skriflega til keppnisritara áður en keppni hefst, helst fyrir útdrátt.
362.1.3
Kæra varðandi framkomu / háttalag annars þátttakenda, þjálfara, farastjóra eða starfsmanna skal afhenda skriflega til eftirlitsmanns eða keppnisritara í
síðasta lagi 1 tíma eftir lok keppninnar.
362.1.4
Kæra gegn úrdæmingu, mistökum í tímatöku, eða útreikningum skal afhenda skriflega eftirlitsmanni eða einhverjum í dómnefnd í síðasta lagi 1 tíma eftir að óopinber úrslit eru birt. Kæra gegn staðhæfðum mistökum í opinberum úrslitum eða reglugerðarbrotum, eftir að keppni er afstaðin, sendist mótshaldara í síðasta lagi 8
dögum eftir keppnisdaginn. Ef dómnefnd tekur kæruna til greina skal, ef þannig
háttar, leiðréttur úrslitalisti endurútgefinn og verðlaun afhent aftur eða leiðrétt.
362.1.6
Kærur skulu vera rökstuddar skriflega og afhendar innan tímamarka. 362.1.7
362.1.8

Kæra skal eins fljótt og kostur er tekin fyrir af dómnefnd. Umsögn frá starfsmönnum og keppanda sem kæran snertir, skal fengin áður en úrskurður er felldur. Úrskurð skal rökstyðja og tilkynnast skriflega til þeirra er málið varðar eins fljótt og hægt er og í síðasta lagi innan 8 daga. Munnlegan úrskurð skal gefa svo fljótt sem mögulegt er. Notkun myndbandsupptöku er leyfileg til að leggja mat á kæru. Farars tjór skal ávalt hafa rétt til að vera viðstaddur þegar keppandi gefur útskýringar. Enginn utan aðkomandi hefur leyfi til að vera viðstaddur úrskurð mála.
363 Áfrýjun
363.1 Aðferð
363.1.1
Úrskurður dómnefndar vegna kæru, er hægt að áfrýja innan 8 daga til héraðssa bands/bandalags í því skíðahéraði sem keppnin fór fram í og skal senda í gegnum e tirli Dómnefnd skal leggja mat á áfrýjun og jafnvel staðfesta upplýsingar sem fylgja áfrýjun með því að leyfa keppendum og starfsmönnum sem málið snertir beint til að útskýra sitt mál. Dómnefnd getur þá breytt úrskurði sínum ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til þess. Ef áður gefinn úrskurður stendur óbreyttur, skal senda áfrýjun áfram til
héraðssambands/bandalags til ákvörðunar.
363.1.2
363.1.3
363.1.4

Úrskurði héraðssambands/bandalags er hægt innan 8 daga frá því svar er móttekið, áfrýja til Skíðadómstóls SKÍ. og þeim úrskurði er hægt að áfrýja áfram
til dómsstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands sem kveður upp endanlegan
úrskurð.
363.1.5
363.1.6

Á alþjóðakeppnum skal senda áfrýjun til skrifstofu FIS og þarf að vera móttekin þar innan eins mánaðar eftir dómnefndarúrskurð. 371. Mótsstjórn
371.1. Grundvallarregla
371.1.1.
Mótsstjórn boðgöngu er sú sama og fyrir skíðagöngu að viðbættu: 371.2. Starfsmenn með sérstakar skyldur.
Mótsstjórn tilnefnir umsjónarmann fyrir hópstart og skiptingar, sem startar
vinnu við aðstoðarmenn sína og sér um að skiptingar séu í samræmi við grein 376.8.1. Einn aðstoðamannanna kallar saman keppendur að
rásmarki á meðan annar aðstoðamaður sér um að kalla tilbaka þá keppendur sem ekki
hafa skipt rétt.
371.2.2.
Dómnefnd tilnefnir einn dómara fyrir hópstartið og skiptingarnar. Á alþjóðamótum skal dómnefnd útnefna einn af meðlimum nefndarinnar til að sjá um
þetta starf.
372. Tæknilegur útbúnaður og undirbúningur.
Sömu reglur gilda fyrir boðgöngu og skíðagöngu, sjá grein 320, að viðbættu:
372.1. Rásmark
372.1.1.
Startlínan er bogin og er hluti hrings með radíus 100 m (miðja hringsins er 100 m fyrir framan miðjusporið). Fjarlægðin milli sporanna skal vera
a.m.k. 1,5 m. Á alþjóðamótum með mörgum liðum má fjarlægðin fara niður í 1,2 m.
Nánari útfærsla startlínunnar er þannig:
Nr. 1 er í miðju, 2 og 3 2 cm., 4 og 5 8 cm., 6 og 7 18 cm., 8 og 9 32 cm., 10 og 11 50
cm., 12 og 13 72 cm., 14 og 15 98 cm., 16 og 17 128 m., 18 og 19 162 cm., 20 og 21
200 cm., fyrir framan nr 1.
372.1.2.
Fyrstu 500 m á brautin að vera án hindrana, brýr, brattar brekkur, knappar beygjur eða erfiðar rennslisbrekkur.
372.1.3
Hópstart á að vera með 100-200 m. samhliða brautum þar sem keppendur eiga ekki
möguleika á að komast út úr brautinni. Þar á eftir kemur 100 m. kafli þar sem sporinn
ganga saman og fækkar um helming og því næst kemur brautin saman í 2 - 3 spor.
372.1.4.
Hópstart á að vera með 100-200 m samhliða brautum þar sem keppendur eiga ekki
möguleika á að komast út úr brautinni eða nota skautatækni. Þar á eftir kemur 100 m
kafli án spora áður enn eiginleg göngubraut byrjar. Göngubrautin skal troðin eins
breið og mögulegt er eða eins og nauðsyn krefur.
372.1.5.
Gera skal grein fyrir skipulagningu starts á fararstjórnarfundi. 372.2. Uppröðun við rásmark.
Keppendur í fyrsta ráshóp eiga að byrja á startlínu. Keppandi með rásnúmer 1 startar
fyrir miðju brautarinnar, nr. 2 hægra megin og nr. 3 vinstra megin við miðju, og svo
framvegis.
Ef landið liggur ójafnt við markssvæðið skal startlínan höfð þannig að allir keppendur
hafi sem líkasta aðstöðu.
372.2.1
Ef ekki er nægjanlegt pláss til að ræsa þátttakendur hlið við hlið er leyfilegt að hafa 2 eða fleiri startlínur. Fjarlægðin milli startlína skal vera minnst 4 m.
Á fremstu startlínu skulu vera a.m.k. 6 þátttakendur, með startnúmer frá 1 til 6.
373. Mótsskrá - Undirbúningur brauta - Flokkaskipting.
373.1. Vegalengdir.
373.1.1.
Skipting í flokka - almennar reglur um boðgöngu. · Konur 3 x 3.5 km. fyrir boðgöngusveit skipuð keppendum 14 ára og eldri. · Karlar 3 x 10 km · Drengir 3 x 5 km eða 3 x 7,5 km fyrir sveit skipuð keppendum 14-19 ára · Stúlkur 3 x 5 km eða 3 x 7,5 km fyrir sveit skipuð keppendum 14 -19 ára. · Stúlkur og drengir 12-15 ára með blandaða sveit ganga t.d. 14-15 ára 3 x 3 km 12-13 ára 3 x 3 km 12-15 ára samanlagður aldur að hámarki 42 ár. 13-16 ára sama Stúlkur og drengir 10 og 11 ára ganga 3 x 2 mismunandi samsetningu á flokkum svo framanlega sem ekki séu gengnar lengri
vegalengdir en leyfilegt er í grein 331. Vegalengdir og flokkaskipting á SMÍ og UMÍ
er ákveðin í lið 339. Á alþjóðamótum eru vegalengdirnar 5 km fyrir bæði konur og
stúlkur og 10 km fyrir karla og drengi.
373.1.2.
Í fyrsta áfanga má lengd brautarinnar vera 5% styttri eða lengri en hinir 373.2. Hefðbundin aðferð
373.2.1.
Undir eðlilegum kringumstæðum skal brautin troðin með 2-3 sporum. Sjá grein nr.372.1.3.
373.3. Frjáls aðferð
373.3.1.
Brautin skal höfð eins breið og mögulegt er og nauðsyn krefur. (sjá grein 315.3.1 um vinnslu brauta).
373.4. Blönduð boðganga með hefðbundinni og frjálsri aðferð.
Í boðgöngu er hægt að nota mismunandi göngutækni milli einstakra áfanga
keppninnar. Á SMÍ og UMÍ ákveður SKÍ/NGN hvaða göngutækni skulu nota u.þ.b.
hálfu ári fyrir mótið. Venjulega eru tveir fyrstu áfangarnir gengnir með sömu
gönguaðferð en notuð önnur tækni á síðasta áfanga boðgöngunnar.
374. Skiptisvæðið
374.1. Skipulagning
374.1.1.
Skiptisvæðið á að vera hornrétt, 30 m langt og nægjanlega breitt vel merkt og afgirt. Svæðið á að vera flatt eða hægt stígandi og liggja í nálægð við start
og marksvæðið.
374.1.2.
Ef skiptisvæðið er staðsett framan við marklínuna verður það að liggja minnst 5 metra til hliðar við markið til að hindra að keppendur fari óvart í gegnum
geislann á tímatökutækinu, sé það notað.
375 Merking
375.1. Rásnúmer.
375.1.1.
Á meistaramótum þ.á.m. SMÍ og UMÍ má nota tölustafi á rásnúmer. Númer áfangans á að merkja með minni staf neðst í horninu. Á alþjóðamótum skal
hvert áfanganúmer hafa sérstakan lit; 1 áfangi rauður, 2 áfangi grænn , 3 áfangi gulur
og 4 áfangi blár.
376. Keppnin og keppendur
376.1. Boðgöngusveit
Boðgöngusveitin samanstendur af 3-4 mönnum í samræmi við mótsskrá. Hver
keppandi getur aðeins gengið einn áfanga.
376.2. Skráning
376.2.1.
Eftir að skráningarfrestur er útrunninn er boðgöngusveitin skráð án nafna keppenda. Við nánari skráningarfrest eiga nöfn keppenda að vera skráð ásamt 2
varamönnum. Á landsmóti rennur þessi frestur út kvöldið fyrir keppni. Frestur til að
ákveða röð keppenda rennur út 1 klst. fyrir keppni, þetta gildir m.a. á landsmóti og
alþjóðlegum mótum.
376.2.2.
Sé þess þörf getur eftirlitsmaður og SKI ákveðið í sameiningu hvort takmarka skuli fjölda sveita sem fær að keppa í karlaflokki á Landsmóti.
376.3 Úrdráttur
376. 3.1.
Á SMÍ og UMÍ skulu sveitirnar fá startnúmer eftir árangri síðasta landsmóts. Ný lið
fá hærri rásnúmer eftir úrdráttinn.
376.4 Skráningar eftir skráningarfrest
Á SMÍ og UMÍ er skráning eftir að frestur hefur runnið út ekki leyfður. Annars
ákveður dómnefnd hvort boðgöngusveit getur skráð sig til keppni eftir að
skráningarfrestur er útrunnin
376.5 Merking skíða
376.5.1
Skíðin skulu merkt ef dómnefnd telur það nauðsynlegt. Sjá grein 340 um skipti á skíðum í keppni. Á HM og ÓL eru skíðin merkt með sama lit og
rásnúmerin í hverjum áfanga, sjá grein 375.1.1
376.6 Ræsing keppenda
376.6.1
Allir keppendur eru ræstir samtímis (hópstart). 376.7 Rásmerki
376.7.1
Ræsir skal staðsetja sig þannig að allir keppendur geti auðveldlega heyrt í honum.
376.7.2
Einni mínútu fyrir start eru keppendur kallaðir saman að startlínu. Gefa skal merki þegar 30 sek. eru til starts. Ræsir gefur merkið “TILBÚNIR” áður en
rásmerkið “FARA” eða skotmerki er gefið.
376.7.3.
Ef um þjófstart er að ræða skal aðstoðamaður sem er staðsettur u.þ.b. 100 metrum fyrir framan rásmark, stoppa keppendurna eftir að honum hefur verið gefið me ki frá ræsi. Ræsir mun þá starta keppendum að nýju. 376.8 Skiptingin
376.8.1.
Skipting fer þannig fram að hönd keppanda á leið inn í skiptisvæðið snertir næsta keppanda. Skiptingin verður að eiga sér stað á skiptisvæðinu. Ef
skiptingin er ekki rétt framkvæmd, skal kalla báða keppendur til baka og rétt skipting
eiga sér stað. Næsti keppandi má ekki fara inni skiptisvæðið fyrr en hann hefur verið
kallaður upp. Ekki er leyfilegt að ýta á þann keppanda sem er að hefja keppni þannig
að hann nái meiri hraða.
377
377.1 Starfsaðferð
Tímataka og útreikningar eru framkvæmdir á sama hátt og í keppni í skíðagöngu. Sjá grein 351-355 að viðbættu:
377.2 Tímataka
377.2.1
Áfangatími fyrir hvern áfanga er tekin þegar keppendur fara inn í skiptisvæðið. Það er líka startíminn fyrir næsta keppenda.
377.2.2.
Samanlagður tími boðgöngusveitar er sá tími sem líður frá því að fyrsti keppandi sveitarinnar er ræstur þangað til síðasti keppandi kemur yfir marklínu. Röð keppanda í ma í síðasta áfanga á kvarðar röð sveitarinnar í úrslitum. 377.2.3.
Á SMÍ og UMÍ má nota video upptökuvél til að fylgjast með marklínunni eða ljósmyndavél með lokuhraða a.m.k. 1/100 sek. Ljósmyndin eða myndbandið má nota til að ákvarða röð keppenda yfir marklínuna. að öllu jöfnu ákveður m rkdómari eða tímavörður röð keppenda í mark. (Myndavélin skal vera
staðsett samhliða marklínunni og í u.þ.b. mannhæð frá jörðu. Auk þess ætti að setja
upp myndavél sem tæki myndir af keppendum aftanfrá. Sú mynd yrði notuð til að
ákvarða röð keppenda ef mörg lið koma í mark næstum samtímis).
377.2.4
Sá keppandi sem fyrst kemst með skótána yfir marklínuna er fyrstur í mark. Númer 2 er sá sem næst kemur með skótána yfir marklínu, o.s.f.
378. Keppendur dæmdir úr leik
378.1 Aðferð
378.1.1
Reglurnar eru þær sömu og fyrir keppni í skíðagöngu (sjá grein 361) að viðbættu:
* Boðgöngusveit verður dæmd úr leik af dómnefnd ef:
* sami keppandi gengur fleiri en einn áfanga (grein 376.1)
* skiptingar hafi ekki verið réttar og ekki endurteknar (gr. 376.8).
378.1.2
Keppandi sem gerist brotlegur við reglurnar getur verið dæmdur úr leik af dómnefnd. Ef dómnefnd kemst að því að reglubrotið hefur ekki haft nein áhrif á

Source: http://www.ski.is/images/stories/files/log/skidaganga.pdf

Lyme disease

Lyme Disease Lyme disease is caused by the spirochete organism, Borrelia burdorferei, which is transmitted to mammals (including horses, dogs, goats, and humans) via tick bites. The species of tick that transmits Lyme disease is the deer tick ( Ixodes spp.), whose lifecycle includes wildlife hosts such as deer and the white-footed mouse. In order to infect its host with Lyme disease,

Microsoft word - beckman coulter allegra 64r high speed centrifuge.doc

Beckman Coulter Allegra 64R High Speed Centrifuge Specifications Allegra 64R Maximum Speed (rpm) Maximum RCF (x g ) Maximum Capacity Temperature Range Accel/Decel Rates Safety Features Automatic door interlock, imbalance detector, steel barrier ring around chamber, overspeed detection, over-temperature detection, re-entrant Weights and Measures A

Copyright © 2009-2018 Drugs Today